
Brákarey. Ljósm. mm
Lýsing að deiliskipulagi Brákareyjar í auglýsingu
Sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur á fundi sínum á morgun til afgreiðslu tilllögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins að lýsingu deiliskipulags fyrir Brákarey í Borgarnesi. Í lýsingunni kemur fram að Borgarbyggð sé að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið og það sé skilgreint sem miðsvæði í endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins 2025-2037 og væntingar séu um að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem muni laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa.