F.v. Andri og Birgir Viktor með verkin sem munu prýða mjólkurfernur á næsta ári. Ljósm. Grundaskóli.

Tveir nemendur í Grundaskóla með verk á mjólkurfernum

Tveir drengir í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hefur hlotnast sá heiður að fá verk sín birt á mjólkurfernum MS á næsta ári í svokölluðu Fernuflugi. Þetta eru þeir Andri Snorrason og Birgir Viktor Kristinsson sem skrifuðu texta undir yfirskriftinni; „Hvað er að vera ég?“

Alls bárust rúmlega 1200 textar í keppnina frá nemendum í 8. - 10. bekk af öllu landinu. Þeir Andri og Birgir Viktor, ásamt 46 öðrum ungmennum á Íslandi, eiga tvo af þeim framúrskarandi textum sem hafa verið valdir til birtingar.

Hvað er að vera ég? Eftir Andra Snorrason:

Að vera ég er eins og að ganga um ólíkar götur í sama bæ.

Stundum er ég barnið sem hlær að litlum hlutum, stundum sá sem þegir og leitar svara í sjálfum sér.

Ég er vinur, bróðir, nemandi, sonur.

Hver mynd er hluti af mér en engin segir allt.

Ég ber í mér ótta en líka von, ég spegla mig í öðrum en finn styrkinn innan frá.

Að vera ég er ferð sem heldur áfram, ókláruð saga en samt mín eigin.

Hvað er að vera ég? Eftir Birgi Viktor Kristinsson:

Að vera ég er að vakna með hugsanir sem enginn annar á.

Að hlæja yfir smáu og gráta yfir stóru, eða stundum öfugt.

Ég er rödd sem enginn annar talar með,

skref sem enginn annar gengur í.

Að vera ég er að læra að elska það sem ég er,

jafnvel þegar það er erfitt.

Tveir nemendur í Grundaskóla með verk á mjólkurfernum - Skessuhorn