Skjámynd af örnefnagrunninum. Með því að þysja kortið út í tölvu birtast þau örnefni sem skráð hafa verið í grunninn.

Ný útgáfa örnefnagrunns Náttúrufræðistofnunar

Náttúrufræðistofnun hefur nýverið uppfært gagnagrunn sinn yfir örnefni Íslands. Þar er nú að finna rúmlega 193.000 staðsett örnefni. Um er að ræða fjórðu útgáfu ársins því stöðugt bætast ný og yfirlesin örnefni við grunninn. Í frétt frá stofnuninni segir að þrátt fyrir þetta sé mikið verk óunnið og er kallað eftir aðstoð staðkunnnugra við að staðsetja fleiri örnefni.