Greitt ekið innanbæjar

Í liðinni viku voru 28 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Veður var gott og hafa vegir meira og minna verið auðir í landshlutanum og því aksturskilyrði með besta móti. 108 ökumenn voru myndaðir af hraðamyndavélabifreið embættisins. Að þessu sinni voru allir þessir ökumenn að aka of hratt innanbæjar þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki meðferðis ökuskírteini við akstur. Einnig voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka án ökuréttinda. Ýmist hafa ökumenn verið sviptir ökuréttindum eða þá að ökuréttindi voru útrunnin. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við akstur.

Greitt ekið innanbæjar - Skessuhorn