Ferðalúnir Hattarmenn tók öll völd í síðari hálfleik

Það var líkt og ferðaþreyta sæti í liðsmönnum Hattar frá Egilsstöðum þegar leikur þeirri gegn Snæfelli í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram í Stykkishólmi í gærkvöldi. Jafnfræði var með liðunum fram að hálfleik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 28-26 og í hálfleik var staðan 53-52. Þá var eins og Hattarmenn væru loks búnir að hrista af sér ferðaslenið og léku við hvern sinn fingur eftir það. Í þriðja leikhluta skoruðu þeir 36 stig gegn aðeins 11 stigum heimamanna. Í fjórða leikhluta jókst forysta þeirra og leiknum lauk með yfirburðasigri Hattar sem skoraði 121 stig gegn 83 stigum heimamanna í Sæfelli.