Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj

Snæfellingar fá Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Lið Hattar á Egilsstöðum leggur aldeilis land undir fót í dag þegar þeir fara þvert yfir landið og mæta liði Snæfells í 1. deild karla í körfuknattleik í Stykkishólmi. Hefst leikurinn kl. 18:45. Þetta er níundi leikur beggja liða í deildinni. Sem stendur er lið Hattar eitt af fimm efstu liðum deildarinnar með 14 stig en situr í fjórða sætinu. Lið Snæfells er hins vegar í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig.