Gert ráð fyrir hagnaði hjá Eyja- og Miklaholtshreppi

Fjárhagsáætlun Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 60 milljónir króna sem er um 22,8% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu í sveitarstjórn á dögunum. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði rúmar 263 milljónir króna. Þar vega þyngst framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að fjárhæð tæpar 128 milljónir króna og útsvar og fasteignaskattar að fjárhæð rúmar 102 milljónir króna.