Gamlársdagur ekki lengur bankadagur

Samkvæmt ákvörðun Seðlabankans verður 31. desember framvegis ekki lengur bankadagur. Þetta hefur áhrif á fyrirtæki, stofnanir og alla aðra, sem gefa út kröfur, greiða laun og framkvæma aðrar greiðslur. Þetta þýðir að þær kröfur, sem eiga að greiðast á árinu 2025, þurfa að hafa eindaga í síðasta lagi þriðjudaginn 30. desember. Þá þarf að ljúka öllum greiðslum, sem tengjast árinu 2025, fyrir lok dags 30. desember. Loks verður stórgreiðslukerfi bankanna lokað á gamlársdag. Þar sem 31. desember nk. verður ekki bankadagur munu allar greiðslur þann dag bókast á 2. janúar 2026.