
Skipan raflínunefndar kærð til úrskurðarnefndar
Hópur landeigenda í Borgarfirði hefur kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðherra að heimila samkvæmt beiðni Landsnets að skipa raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Flestir eru þeir eigendur jarða og fasteigna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar línulagnar. Krefjast landeigendur þess að ákvörðunin verði felld úr gildi.