
Pinninn kitlaður
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Auk þess voru yfir 700 ökumenn myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir grunaðir um ölvun við akstur. Tíu voru kærðir fyrir símanotkun við aksturinn.