
Elín Þóra Geirsdóttir við myndir sínar í Kallabakaríi. Ljósm. mm
Elín Þóra Geirsdóttir er listamaður mánaðarins
Það er myndlistarkonan Elín Þóra Geirsdóttir á Akranesi sem er listamaður desembermánaðar hjá Listfélagi Akraness. Málverk eftir hana eru nú sýnd í Kallabakaríi við Innnesveg og verða þar út mánuðinn. Blaðamaður Skessuhorns hitti Elínu Þóru þegar hún var að hengja upp myndir sínar í morgun, en formleg opnun sýningarinnar er á laugardaginn.