Fréttir
Fréttateymið mun áfram halda úti sjónvarpsfréttum á virkum dögum. Ljósm. Sýn

Sýn hættir með kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar og á frídögum

Í tilkynningu frá Sýn kemur fram að frá og með næstu mánaðamótum hættir stöðin að senda út kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar og á almennum frídögum. Fréttaþjónusta verður á móti efld á Vísi og Bylgjunni. Ástæðan er sögð versnandi staða einkarekinna fjölmiðla sem heyja erfiða, og að óbreyttu vonlausa, baráttu við Ríkisútvarpið, erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla.