Fréttir

Styrkur veittur til stuðnings þolendum ofbeldis á Vesturlandi og Vestfjörðum

Bjarkarhlíð hlaut á dögunum styrk að fjárhæð sjö milljónir króna frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu til að veita þolendum ofbeldis á Vesturlandi og Vestfjörðum stuðning og ráðgjöf. Ráðuneytið auglýsti í haust eftir umsóknum um styrki til verkefna á þessu sviði en styrkirnir voru einn liður í aðgerðum stjórnvalda árin 2023-2025 til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem afhenti á dögunum styrki að fjárhæð 60 milljónir króna. Stærsta einstaka styrkinn að fjárhæð 30 milljónir króna hlutu Samtök um kvennaathvarf.