
Meðal annars á að kanna vilja fjarskiptafyrirtækja til tvítengingar í Rifi. Ljósm. úr safni/af
Kanna áhuga fjarskiptafyrirtækja á tvítengingu nokkurra þéttbýlisstaða
Innviðaráðuneytið kannar nú áhuga fjarskiptafyrirtækja eða annarra aðila á því að tvítengja þéttbýli á landinu sem nú hafa aðeins eina virka stofntengingu. Nær sú könnun til Rifs, Hellissands, Patreksfjarðar, Suðureyrar, Hnífsdals, Bolungarvíkur, Grenivíkur, Hvammstanga, Kópaskers, Raufarhafnar og Borgarfjarðar eystri.