
Gistinóttum fækkaði á Vesturlandi í október
Gistinóttum á hótelum á Íslandi fækkaði um 2,3% í október í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru gistinætur í október 505.000 á landinu öllu en voru 517.000 á sama tíma í fyrra. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gístinóttum í október um 2,9% á milli ára. Þær voru 28.315 í október 2024 en 27.499 í ár.