Fréttir

Breytingar hjá Strætó á Vesturlandi um áramótin

Nokkrar breytingar verða á leiðakerfi Strætó á Vesturlandi og taka þær gildi 1. janúar 2026. Í tilkynningu frá Strætó segir að með breyttu leiðakerfi sé stigið skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Markmið breytinganna sé að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvegna. Vegagerðin á og rekur landsbyggðarvagnana og hefur unnið að breytingunum síðastliðna mánuði en Strætó sér um upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega.