
Stykkishólmshöfn og nágrenni. Ljósm. mm
Bæjarstjórn Stykkishólms átelur samsráðsleysi innviðaráðherra
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær afar harðorða ályktun vegna seinagangs Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við úthlutun skel- og rækjubóta sem vega mjög þungt atvinnulífi sveitarfélagsins. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns undanfarna mánuði var byggðakerfi stjórnkerfis fiskveiða flutt í sumar frá atvinnuvegaráðherra til innviðaráðherra.