
Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna flytur erindi sitt.
Jarðhita leitað á Akranesi
Veitur hafa uppi áform um að bora rannsóknarholur við Jaðarsbakka á Akranesi til þess að freista þess að finna heitt vatn sem nýst geti hitaveitunni á Akranesi. Þetta kom fram á kynningarfundi Veitna sem haldinn var á Akranesi á miðvikudaginn. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna kynnti á fundinum starfsemi fyrirtækisins á Akranesi og þær framkvæmdir sem framundan eru.