Fréttir

Mæðrastyrksnefnd Akraness undirbýr jólaúthlutun

Mæðrastyrksnefnd Akraness stendur að vanda fyrir jólaúthlutun til þeirra er á þurfa að halda fyrir jólin. Nefndin hefur fengið tímabundið húsnæði undir starfsemi sína að Innnesvegi 1, við hliðina á Kallabakaríi. Að þessu sinni fer úthlutunin fram þriðjudaginn 16. desember frá klukkan 13-17. Að þessu sinni tekur nefndin einungis við umsóknum á rafrænu formi frá 17.-30. nóvember. Slóð umsóknar er:  https://forms.gle/NF82PfKLWD93HxTd6

Símatími nefndarinnar vegna umsókna verður 24. og 25. nóvember á milli kl. 11-12 í síma 859-3000.

Fólki sem hefur tök á að styðja fjárhagslega við bak Mæðrastyrksnefndarinnar í þessu mikilvæga verkefni er bent á bankareikning nefndarinnar: 0552-14-402048 kt. 411276-0829