
Kæru hreppnefndarmanns vísað frá úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru hreppnefndarmanns í Skorradalshreppi sem óskað hafði gagna frá hreppnum en hafði ekki fengið þau afhent. Samkvæmt fyrri frétt um málið var það Pétur Davíðsson sem lagði inn kæruna. Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps 13. ágúst 2025 lagði kærandi fram bókun þar sem hann óskaði eftir að fá öll gögn um samskipti varðandi sameiginlega kjörstjórn Skorradalshrepps og Borgarbyggðar vegna framkvæmdar íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Á sama fundi lagði kærandi fram viðbótarbókun. Í henni óskaði hann eftir hann eftir öllum gögnum um vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Þá óskaði hann eftir öllum gögnum frá KPMG sem safnast hefðu á almennum íbúafundum og samskipti milli KPMG og samstarfsnefndarinnar. Að auki óskaði hann eftir öllum samskiptum á milli Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og innviðaráðuneytis við fulltrúa í samstarfsnefndinni og embættismenn Borgarbyggðar. Síðar óskaði hann eftir fleiri gögnum sem ekki verða rakin hér.