Fréttir
Hjörtur Ragnarsson sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ. Ljósm. fb

Hjörtur Ragnarsson er sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Hjörtur Ragnarsson, félagi í Golfklúbbnum Jökli í Snæfellsbæ, hlaut á dögunum viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins 2025 hjá Golfsambandi Íslands. Afhendingin fór fram á golfþingi GSÍ 15. nóvember síðastliðinn og tók nafni Hjartar við viðurkenningunni í hans stað. Hjörtur hefur unnið í nær sex ár að því að koma nýjum golfvelli í Rifi á laggirnar. Í gegnum þessi sex annasömu ár hefur hann lagt ómælda vinnu, elju og alúð í verkefnið.