
Hífing á brúargólfinu að hefjast. Ljósm. mm
Fyrsta trefjaplastsbrúin á Kaldá við Snorrastaði
Síðdegis í gær var brúargólfi komið fyrir á nýrri brú yfir Kaldá við Snorrastaði í Kolbeinsstaðarhreppi. Það sem er óvenjulegt við framkvæmdina er að nú er í fyrsta skipti hér á landi notað brúargólf sem forsteypt er úr trefjaplasti. Brúargólfið var framleitt í Hollandi og flutt hingað til lands í einu lagi. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar undir stjórn Vilhjálms Arnórssonar hafði áður staðsteypt tvo endastöpla en notaðir eru áfram tveir millistöplar sem voru undir gömlu brúnni en hækkað við þá til að draga úr líkum á tjóni vegna klakahlaupa.