
Hópurinn sem tók þátt í ráðstefnunni.
Ráðstefna lykilfólks í barnamenningu var haldin á Akranesi
Fimmtudaginn 13. nóvember fór fram ráðstefnan „Öll börn með“ í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi. Hún var ætluð stjórnendum og listafólki sem sinna menningarstarfi barna á landinu öllu og var unnin í samvinnu Listar fyrir alla, í umboði menningar,- nýsköpunar og háskólamálaráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Akraneskaupstaðar. Ráðstefnan var lokahnykkur í barnamenningarhátíðinni Barnó – Best Mest Vest.