Fréttir
Viðbragðsaðilar komu saman við björgunarmiðstöðina á Kalmansvöllum. Ljósm. mm

Viðbragðsaðilar stóðu fyrir minningarstund á Akranesi

Í dag er Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Minningarathafnir verða haldnar á þrettán stöðum vítt og breitt um landið, meðal annars á Akranesi og í kvöld klukkan 18 verður komið saman við Bauluna í Borgarfirði.

Björgunarfélag Akraness, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Lögreglan á Vesturlandi og Sjúkraflutningar Vesturlands komu saman klukkan 14 í dag við Kalmansvelli 2 þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Eftir það var farinn akstur um bæinn með blá ljós. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst með þessari táknrænu athöfn einu sinni á ári. Í ár er sjónum beint sérstaklega að notkun bílbelta við akstur, en dæmin sanna að hluti þeirra sem látast í umferðinni notaði ekki öryggisbelti. Slagorðið Spennum beltin á því vel við nú sem fyrr.