Fréttir
Kosið verður m.a. í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal.

Samstarfsnefnd um sameiningu telur að sameining yrði framfaraskref

Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra fara fram á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. Framundan eru tveir íbúafundir til að kynna sameiningartillöguna, álit samstarfsnefndar og fyrirkomulag íbúakosninganna. Fundurinn í Dalabyggð verður haldinn í Dalabúð í Búðardal á morgun, mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00, og í Húnaþingi vestra verður fundurinn í Félagsheimilinu Hvammstanga þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Fundunum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Slóðir á fundina verða birtar á heimasíðum sveitarfélaganna og á  http://dalhun.is á fundardag.