Fréttir
Frá minningardegi þar sem viðbragðsaðilar í Borgarbyggð komu saman á Hvanneyri. Ljósm. úr safni: Tryggvi Valur Sæmundsson

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag

Í dag er Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Minningarathafnir verða haldnar á þrettán stöðum vítt og breitt um landið, meðal annars á Akranesi, í Borgarfirði og í Reykjavík, en einnig á Akureyri, Breiðdalsvík, Dalvík, Eskifirði, Grímsnes- og Grafningshreppi, Ísafirði, Kjalarnesi, Múlaþingi, Ólafsfirði, Reykjavík, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Dagurinn er haldinn í samvinnu við einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og aðra viðbragðsaðila.

Viðbragðaðilar á Akranesi koma saman við slökkvistöðina klukkan 14, en viðbragðsaðilar í Borgarbyggð stefna á að fara frá Baulunni í Stafholtstungum og aka að Stafholtskirkju klukkan 18 í dag, en í kirkjunni verður haldin minningarstund.