Fréttir

Mýrarprjónn notaður til að kenna börnum náttúrufræði

Nemendur á yngsta stigi Lýsudeildar í Grunnskóla Snæfellsbæjar voru á dögunum að vinna verkefni við gömlu heitu pottana á Lýsuhóli, Siggu og Stjána. Hafði forvitni þeirra teygt sig upp fyrir svæðið þar sem má finna hallamýri. Þau fengu þá hugmynd að kalla út héraðsfulltrúa Lands og skógar, og fyrrum nemanda Lýsuhólsskóla, til þess að kenna þeim meira um mýrar og mætti hún í stígvélum með mýrarprjón sem er prik til þess að stinga ofan í jörðina til að athuga dýpt á lífrænum jarðvegi.