Fréttir
Pétur Sigurðsson verkefnastjóri Barnabónus og Kolbrún Tómasdóttir framkvæmdastjóri Gleym mér ei, takast í hendur fyrir miðri mynd og þar má einnig sjá Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóra Bónus, en þau stóðu vaktina ásamt fleiri starfsmönnum Bónus og fjölda sjálfboðaliða við að fylla Barnabónus kassana af varningi.

Fjögur þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Barnabónus er veglegur gjafapakki frá verslunum Bónus sem inniheldur meðal annars ungbarnagalla, bleiur, krem og lekahlífar ásamt fleiri nauðsynjavörum fyrir nýbura og foreldra þeirra. Markmið verkefnisins er að létta á fjárhagslegri byrði fyrstu mánuðina eftir fæðingu. „Eftir frábærar viðtökur og mikla eftirspurn hefur Barnabónus opnað fyrir umsóknir árið 2026. Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum fyrr á árinu hafa rúmlega 4.000 pakkar verið afhentir nýbökuðum foreldrum um allt land. Talið er að þetta jafngildi um 90% allra fæðinga á Íslandi árið 2025,“ segir í tilkynningu frá Bónus. „Móttökurnar frá foreldrum og samfélaginu í heild hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Nýbakaðir foreldrar þurfa aukinn stuðning fyrstu mánuðina og við erum stolt af því að geta létt undir og lagt okkar af mörkum,“ segir Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri Barnabónus.