Fréttir

Danskara verður það ekki í Stykkishólmi

Smørrebrød pop-up, er viðburður sem Sjávarborg í Stykkishólmi gengst fyrir helgina 5.-7. desember næstkomandi. „Þriðja árið í röð mun Sjávarborg umturnast í Smørreborg og í þetta skiptið er það fyrstu helgina í desember. Markmiðið er göfugt og viðeigandi; að færa danska smurbrauðs jólastemningu til Stykkishólms,“ segir Steinar Skarphéðinsson og bætir við: „Þessu fylgir að sjálfsögðu nóg af rækjum, síld, roastbeef, öli, ákaviti, Kim Larsen og öðru tilheyrandi.