
Jóhanna með eitt verka sinna.
Sýningin Litaflæði á Bókasafni Akraness
Jóhanna L Jónsdóttir myndlistarkona mun opna sýningu á verkum sínum á Bókasafni Akraness föstudaginn 14. nóvember klukkan 17.
Jóhanna er fædd á Akranesi 1951. Hún nam flísamálun í London á árunum 1986-1995 og starfaði til margra ára við að myndskreyta flísar. Þá stundaði hún nám við Myndlistarskóla Mosfellsbæjar árið 2010. Síðan hefur hún aðallega málað með olíu á striga, en nú sýnir hún myndir málaðar með alkohol bleki á sérstakan pappír og einnig á striga. Þar flæða litirnir og mynda allskonar form.
Sýningin á Bókasafninu á Akranesi stendur frá 15. nóvember til 10. desember nk. Opið er virka daga frá kl. 10.00 -18.00 og frá 11.00 -14.00 á laugardögum.