
Malbiksframkvæmdir á Akranesvegi í dag
Vegagerðin hefur gefið Colas heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir: „Í dag, miðvikudaginn 12. nóvember, er stefnt á malbikunarframkvæmdir á Akranesvegi. Veginum verður lokað á milli Innnesvegar og Akrafjallsvegar. Hjáleið verður um Innnesveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 17:00 miðvikudaginn 12. nóvember.“