Fréttir

Gleði- og gúmmelaðisprengja í Vinaminni

Kalman, tónlistarfélag Akraness og Kór Akraneskirkju taka höndum saman og halda kaffihúsakvöld í Vinaminni fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl. 20. „Þetta verður árleg og rómuð gleði- og gúmmulaði sprengja,“ segir í tilkynningu. Fram koma, ásamt Kór Akraneskirkju, Flosi Einarsson píanóleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Sigurþór Þorgilsson bassaleikari. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.