
Gróðrarstöðvarnar Skrúður og Sólbyrgi í Reykholtsdal. Ljósm. mm
Eykur stuðning til gróðurhúsa
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna úr ríkissjóði til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum. Um er að ræða framhald fyrri úthlutunar sem hvetur til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Loftslags- og orkusjóður hefur umsjón með úthlutun styrkjanna.