Fréttir
Galtarlækur og fjær er Grundartangi. Ljósm. mm

Akraneskaupstaður segir Hvalfjarðarsveit einkavæða vinnu og fjármuni annarra

Fyrirhuguð uppbygging Galtarhafnar í Hvalfirði hefur að vonum vakið athygli ekki síst þar sem um er að ræða framtak einkafyrirtækis og einnig í ljósi nálægðar hinnar nýju hafnar við Grundartangahöfn sem er í eigu Faxaflóahafna. Eigendur Faxaflóahafna eru meðal annars Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður auk Reykjavíkurborgar. Líkt og kom fram í ítarlegu viðtali í Skessuhorni nýverið við Gunnar Þór Gunnarsson, eins af forsvarsmönnum hinnar nýju væntanlegu hafnar, er undirbúningur hennar kominn talsvert á veg. Í Skipulagsgátt er nú kynnt vinnslutillaga hinnar nýju hafnar og á dögunum var haldinn kynningarfundur í Hvalfjarðarsveit um verkefnið. Nokkrar umsagnir hafa komið fram um vinnslutillöguna. Þegar hugmyndirnar um Galtarhöfn komu fyrst fram vakti athygli hversu mikinn fyrirvara bæjarstjórn Akraness setti við þessar hugmyndir.