Fréttir
Brákarey í Borgarnesi.

Ætla í janúar að funda með eigendum fasteigna

Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey er langt komin sem og viljayfirlýsing milli Borgarbyggðar og Festis um framtíð starfsemi á eyjunni. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri áætlar að nýtt deiliskipulag verði auglýst eigi síðar en í mars 2026. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi sl. þriðjudag eigendum og rekstrarðilum fasteigna í Brákarey. Borgarbyggð hefur eins og kunnugt er undirritað viljayfirlýsingu við Festi um samstarf með það að markmiði að gera samkomulag um uppbyggingu svæðisins þegar nýtt deiliskipulag liggur fyrir. „Bindandi samkomulag liggur hins vegar ekki fyrir, enda mun fyrst við samþykkt nýs deiliskipulags liggja fyrir samþykktur rammi um uppbyggingu í Brákarey og heimildir þar að lútandi,“ segir í bréfi sveitarstjóra til eigenda fasteigna. Þessi eigendur og rekstraraðilar verða því áfram um sinn í óvissu um hvað verður um fasteignir þeirra og ekki síður væntanlegt kaupverð.

Ætla í janúar að funda með eigendum fasteigna - Skessuhorn