Fréttir
Málað í Kollsvík. Ljósm. eee

Opnar sýningu í Borgarnesi með skírskotun í uppruna sinn

Elín Elísabet Einarsdóttir er 33 ár myndlistarkona sem ólst upp í Borgarnesi. Hún mun laugardaginn 8. nóvember næstkomandi opna einkasýningu á verkum sínum í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar. Sýningin verður opin til 6. desember. Elín Elísabet er í dag myndlistarmaður og teiknari. Hún fæst að mestu við olíumálverk og ljóðlist og vinnur gjarnan verk sín á afskekktum stöðum landsins. Teikningu lærði hún í Myndlistaskólanum í Reykjavík en myndlist í Listaháskóla Íslands.

Opnar sýningu í Borgarnesi með skírskotun í uppruna sinn - Skessuhorn