Fréttir
Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. mm

Íbúum fjölgaði hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit

Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 107 frá 1. desember 2024 til 1. nóvember 2025, eða um 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 1,3% eða úr 406.046 í 411.159 manns. Á þessu tímabili hefur Akraneskaupstaður bætt við sig 114 íbúum, fer úr 8.463 í 8.577 eða um 1,3%. Mest hlutfallsleg fjölgun í sveitarfélögum á Vesturlandi varð hins veger í Hvalfjarðarsveit eða 5,4% og voru íbúar þar 844 þann 1. nóvember. Næst mest varð hlutfallsleg fjölgun í Grundarfirði eða 3,0% á tímabilinu og íbúum í Dalabyggð fjölgaði um 1,1%.