Fréttir
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj.

Fara fram á almenna kosningu um aðalskipulag

Stjórn náttúrverndarsamtakanna Sólar óskaði með bréfi í gær eftir því við sveitarstjórn Borgarbyggðar að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulag 2025-2037. Fram kemur í tilkynningu til félagsmanna í Sól til framtíðar að kaflinn um vindorku í aðalskipulagi sveitarfélagsins standi helst í fólki. „Það er kaflinn um vindorku sem vekur miklar efasemdir enda hefur hagsmuna íbúa héraðsins ekki verið gætt við vinnslu hans né tekið tillit til umsagna íbúanna. Vegna þessa erum við knúin til að óska eftir að ákvörðun sveitarstjórnar verði sett í almenna atkvæðagreiðslu að undangenginni undirskriftarsöfnun. Ákvörðunin um undirskriftasöfnun er tekin á vettvangi samtakanna Sól til framtíðar,“ segir í tilkynningu til sveitarstjórnar.