Fréttir

Mikið stuð á 80´s Konukvöldi – myndasyrpa

Síðasta föstudagskvöld var á dagskrá Vökudaga 80´s Konukvöld í Bíóhöllinni á Akranesi. Óhætt er að segja að litagleði og almenn gleði hafi verið ríkjandi þar sem konur komu saman og skemmtu sér ærlega eins og þeirra var von og vísa.