
Opið hús var í báðum íþróttahúsunum við Jaðarsbakka. Ljósm. mm
Íbúum og öðrum gestum sýnd ný og endurbætt mannvirki – myndasyrpa
Það var stór dagur á Akranesi á laugardaginn þegar bæjarfélagið var með opið hús í þremur byggingum. Sýnt var nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum sem heitir AvAir höllin, uppgert gamla íþróttahúsið þar sem líkamsræktarstöðin World Class hefur komið sér fyrir og síðast en ekki síst var opið hús í nýrri álmu Grundaskóla. Allt eru þetta glæsileg mannvirki sem nýtast munu samfélaginu um ókomna tíð. Á laugardaginn frá klukkan 12 til 14 gátu gestir komið og fengið leiðsögn um byggingarnar. Börn fengu blöðrur, kaffisala var á vegum ungmenna sem æfa sund og körfu og frítt var í sund. Fjöldi fólks var við æfingar í World Class og í líkamsræktinni fyrir afreksfólk í AvAir höllinni. Lét það gestaganginn ekki trufla sig við æfingarnar.