Fréttir
Um fimmtíu manns mættu á kynningarfund Vegagerðarinnar. Ljósm. hj

Gjaldtaka hefst ekki fyrr en að loknum framkvæmdum

Vegagerðin hélt kynningarfund á Akranesi í gærkvöldi um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabraut. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setti fundinn og fór nokkrum orðum yfir það verk sem fyrir höndum er við lagningu Sundabrautar og forsögu þess. Nú eru um 50 ár síðan fyrst var rætt um Sundabraut. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni, ræddi nánar um útfærslu verksins, Andri Gunnarsson, frá Eflu verkfræðistofu, kynnti framkvæmdalýsingu verksins og Ragnhildur Gunnarsdóttir, frá Eflu verkfræðistofu, kynnti skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Fundarstjóri var Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi.