
Tónlist var eðli málsins samkvæmt fyrirferðarmikil í dagskránni. Hér er sungið af hjartans list. Texti og myndir: hj
Fjölmenni fagnaði sjötugum Tónlistarskóla Akraness
Í gær var fagnað 70 ára afmæli Tónlistarskóla Akraness í tónlistar- og afmælisveislu sem fram fór í húsakynnum skólans. Skólastjórinn Jónína Erna Arnardóttir sagði frá starfi skólans í gegnum tíðina og því árangursríka starfi sem þar hefur ávallt farið fram. Hún gat þess hversu mörgum afburða tónlistarmönnum skólinn hefði skilað til samfélagsins og þeim miklu hæfileikum sem ávallt hefði búið í kennurum og stjórnendum skólans.