
Við slit Fiskifélagsins var Slysavarnaskóli sjómanna styrktur
Við lok ársþings Sjómannasambands Íslands síðastliðinn föstudag færði Sjómannasambandið, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna Slysavarnaskóla sjómanna 25 milljónir króna að gjöf til kaupa á búnaði fyrir skólann. Gjöfin er hluti félaganna í Fiskifélagi Íslands, sem var formlega slitið í júní á þessu ári og var upphæðin að stærstum hluta komin til vegna sölu á húsi Fiskifélagsins að Ingólfsstræti 1 í Reykjavík.