
Borgarbyggð og Festir vinna saman í Brákarey
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur falið Stefáni Brodda Guðjónssyni sveitarstjóra að fullvinna drög að áframhaldandi samstarfi sveitarfélagsins við Festir ehf. í Reykjavík um vinnu við nýtt deiliskipulag í Brákarey og undirbúning uppbyggingar á grundvelli þess. Það var á árinu 2024 sem samstarfið hófst á grundvelli rammaskipulags sem unnið var af Festi í samstarfi við sveitarfélagið. Á fundi byggðarráðsins í gær voru lögð fram drög að áframhaldandi samstarfi þessara aðila og eins og áður sagði var sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Mögulega mun á næsta byggðarráðsfundi innihald viljayfirlýsingarinnar verða birt.