
ASÍ telur frumvarp um atvinnuleysistryggingar gerræðislegt
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra birti fyrir nokkru í samráðgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu er að stytta um tólf mánuði hámkarkslengd þess tímabils sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar. Nú er það tímabil 30 mánuðir en verður, ef frumvarpið nær fram að ganga, 18 mánuðir. Tímabilið er því stytt um 40%. Þá er í drögunum lagt til að ávinnslutími réttinda launafólks er missir atvinnuna fjórfaldist, fer úr þremur mánuðum í tólf.