Íþróttir

Snæfell laut í lægra haldi fyrir Selfossi

Lið Snæfells lék sinn þriðja leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi gegn liði Selfoss. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Leikurinn var afar kaflaskiptur. Snæfell hafði frumkvæðið framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 13-14 Snæfelli í vil. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi lið Snæfells með 39 stigum gegn 25 stigum liðs Selfoss. Það voru nánast sem gjörbreytt lið mættu til síðari hálfleiks því eftir þriðja leikhluta höfðu Selfyssingar náð forystu með 57 stigum gegn 52 stigum Snæfells. Í fjórða og síðasta leikhluta jókst forskot Selfoss og leiknum lauk með sigri þeirra 79-67.