
Ljósmyndararnir Jón Sævar, Sigurjón, Eyjólfur og Hrannar Örn voru í gærkvöldi að vinna við uppsetningu sýningarinnar. Ljósm. gó
Ljósmyndafélagið Vitinn opnar í kvöld afmælissýningu
Vökudagar á Akranesi hefjast síðdegis í dag, en setning fer fram klukkan 17. Í kjölfarið eða klukkan 18 hefst Listaganga um Akranes þar sem fjölmargir verða með viðburði og opið hús. Meðal þeirra er Ljósmyndafélagið Vitinn sem nú heldur upp á 15 ára afmæli með veglegri ljósmyndasýningu í fyrrum bílasölu við Innnesveg 1 (við hlið Kallabakarís). Félagar í Vitanum hafa unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningunni og hvetja bæjarbúa og aðra gesti til að kíkja við og þiggja veitingar. Ljósmyndarar á sýningunni eru 15 og myndirnar 54 sem þeir sýna. Í kvöld verður opið frá klukkan 18-21, um helgina frá kl. 11-17 og virka daga kl. 16-19.
