
Óbreytt stjórnun grásleppuveiða forsenda endurheimtar MSC-vottunar
Í bréfi sem Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries ehf., sendi atvinnuveganefnd Alþingis kemur fram að veiðistjórn með kvótasetningu grásleppuveiða sé forsenda þess að hægt verði að endurheimta MSC-vottun veiðanna sem hefur verið afturkölluð tímabundið vegna of mikils meðafla af teistu í grásleppunetum. Bréfið er sent nefndinni sem umsögn um frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem felur í sér, verði það samþykkt, afnám kvótasetningar við grálúðuveiðar.