
Borað eftir köldu vatni í landi Geldingaár
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að veitt verði framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu neysluvatni í landi Geldingaár. Baríum ehf, Hafsteinn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf. sóttu um umrætt framkvæmdaleyfi. Áætlað er að bora allt að fjórar átta tommu rannsóknarholur og er óskað eftir að leyfið gildi til 31. desember 2025.