Fréttir
Þeir félagar Valdimar Ingi og Guðmundur Brynjar glaðbeittir við Kotið. Ljósm. hj

Kotið sauna opnað í vikunni við Langasand

Í vikunni er stefnt að því að Kotið sauna hefji starfsemi sína við Langasand á Akranesi. Fyrr á þessu ári fengu þeir félagar Valdimar Ingi Brynjarsson og Guðmundur Brynjar Júlíusson stöðuleyfi fyrir smáhýsi skammt frá Aggapalli og Guðlaugu við Langasand. Á undanförnum vikum hefur þar risið hús sem hýsa á Kotið sauna.